
Frumsýnd 1.10.2025
Face/Off (1997)
Face/Off (1997)
Bönnuð innan 16 ára
Kvikmyndategund
Hasar, Spenna, Glæpamynd, Gullmolar
Leikstjóri
John Woo
Sýningartími
2klst 20mín
Helstu leikarar
John Travolta, Nicolas Cage, Joan Allen
Ofurlöggan Sean Archer er búinn að vera að eltast við sama hryðjuverkamanninn í 6 ár, Castor Troy, eftir að Troy ætlaði að drepa hann en kúlan fór í gegnum hann og í son hans þar sem þeir voru saman í hringekju í skemmtigarði. Snemma í myndinni nær Sean Archer loksins Castor Troy eftir löng slagsmál.. en eftir slagsmálin fellur Troy í dá. Eftir það finnst teikning í einkaþotu Troys af eiturgassprengju sem á að drepa hálfa Los Angeles borg. Nú verður uppi fótur og fit og fer Archer að yfirheyra bróðir Troys sem virkar ekkert vegna þess að hann er snargeðveikur. Næst fer Archer að yfirheyra vini Troys og þar nær hann því út úr einum þeirra að sprengjan á að springa innan skamms. En eina vandamálið er að þau vita ekkert um þessa sprengju, og hvar hún er staðsett. Þá kemur Dr. Holllis Miller með hugmynd, að nota nýjustu tækni til að skera andlitið af Troy og setja það á Archer. Archer tekur ekki vel í þetta í fyrstu, en fellst á það seinna. Tilgangurinn með þessari aðgerð er sá að Archer á að fara sem Castor Troy í fangelsið sem bróðir Troys er í og fá út úr honum hvar sprengjan er staðsett.
Kvikmyndategund
Hasar, Spenna, Glæpamynd, Gullmolar
Leikstjóri
John Woo
Sýningartími
2klst 20mín
Helstu leikarar
John Travolta, Nicolas Cage, Joan Allen

Ofurlöggan Sean Archer er búinn að vera að eltast við sama hryðjuverkamanninn í 6 ár, Castor Troy, eftir að Troy ætlaði að drepa hann en kúlan fór í gegnum hann og í son hans þar sem þeir voru saman í hringekju í skemmtigarði. Snemma í myndinni nær Sean Archer loksins Castor Troy eftir löng slagsmál.. en eftir slagsmálin fellur Troy í dá. Eftir það finnst teikning í einkaþotu Troys af eiturgassprengju sem á að drepa hálfa Los Angeles borg. Nú verður uppi fótur og fit og fer Archer að yfirheyra bróðir Troys sem virkar ekkert vegna þess að hann er snargeðveikur. Næst fer Archer að yfirheyra vini Troys og þar nær hann því út úr einum þeirra að sprengjan á að springa innan skamms. En eina vandamálið er að þau vita ekkert um þessa sprengju, og hvar hún er staðsett. Þá kemur Dr. Holllis Miller með hugmynd, að nota nýjustu tækni til að skera andlitið af Troy og setja það á Archer. Archer tekur ekki vel í þetta í fyrstu, en fellst á það seinna. Tilgangurinn með þessari aðgerð er sá að Archer á að fara sem Castor Troy í fangelsið sem bróðir Troys er í og fá út úr honum hvar sprengjan er staðsett.