
Dumb and Dumber (1994)
Dumb and Dumber (1994)
Ómetið
Kvikmyndategund
Gaman, Gullmolar
Sýningartími
1klst 47mín
Helstu leikarar
Jim Carrey, Jeff Daniels
Sagan fjallar um Lloyd Christmas og besta vin hans Harry Dunne. Þeir búa saman í Los Angeles. Lloyd vinnur fyrir sér með því að keyra limósínu og þegar sagan hefst er hann að keyra unga og fagra konu út á flugvöll. Lloyd hefur alltaf vitað að ef hann bara hitti réttu konuna færi lífið að ganga honum í hag og loks virðist sem sú rétta sé sest í aftursætið. Lloyd segir henni allt af létta um innstu drauma og þrár og ótrúlegt en satt; loks hittir Lloyd manneskju sem hlustar þegar hann talar. Þetta er of gott til að geta verið satt og þegar á flugvöllinn er komið horfir Lloyd með tárin í augunum á eftir konunni sem hann elskar þar sem hún gengur um borð í vélina sem ætlar að flytja hana til Colorado. En kannski er ekki öll von úti því hún skilur skjalatöskuna sína eftir við afgreiðsluborðið. Lloyd lítur á þetta sem tákn um að enn sé von um að ástin sigri og tekur töskuna til handargagns staðráðinn í að elta ástina til Colorado. Hann veit ekki sem er að í töskunni er stórfé, lausnargjald sem konan skildi viljandi eftir til að leysa eiginmann sinn úr haldi mannræningja. Auðvitað sjá mannræningjarnir þegar fíflið tekur töskuna með peningunum þeirra. Lloyd og Harry halda hins vegar að grunsamlegu náungarnir sem skyndilega birtast heima hjá þeim séu rukkarar og leggja á flótta. Það er ekki mikið sem bindur þá í borginni þar sem allt gengur þeim á afturfótunum og þess vegna fellst Harry á að keyra vin sinn til Aspen í Colorado að skila skjalatöskunni til konunnar í von um að hún falli í stafi þegar Lloyd birtist með töskuna týndu. Þar sem gáfnaljósin tvö þekkja varla í sundur vinstri og hægri gengur ferðin skrykkjótt og einkennist af ótúlegum og heimskulegum uppátækjum þeirra en fyrir einhvert kraftaverk rata þeir loks á leiðarenda með skjalatöskuna og hitta þar fyrir elskuna - og mannræningjana.
Kvikmyndategund
Gaman, Gullmolar
Sýningartími
1klst 47mín
Helstu leikarar
Jim Carrey, Jeff Daniels

Sagan fjallar um Lloyd Christmas og besta vin hans Harry Dunne. Þeir búa saman í Los Angeles. Lloyd vinnur fyrir sér með því að keyra limósínu og þegar sagan hefst er hann að keyra unga og fagra konu út á flugvöll. Lloyd hefur alltaf vitað að ef hann bara hitti réttu konuna færi lífið að ganga honum í hag og loks virðist sem sú rétta sé sest í aftursætið. Lloyd segir henni allt af létta um innstu drauma og þrár og ótrúlegt en satt; loks hittir Lloyd manneskju sem hlustar þegar hann talar. Þetta er of gott til að geta verið satt og þegar á flugvöllinn er komið horfir Lloyd með tárin í augunum á eftir konunni sem hann elskar þar sem hún gengur um borð í vélina sem ætlar að flytja hana til Colorado. En kannski er ekki öll von úti því hún skilur skjalatöskuna sína eftir við afgreiðsluborðið. Lloyd lítur á þetta sem tákn um að enn sé von um að ástin sigri og tekur töskuna til handargagns staðráðinn í að elta ástina til Colorado. Hann veit ekki sem er að í töskunni er stórfé, lausnargjald sem konan skildi viljandi eftir til að leysa eiginmann sinn úr haldi mannræningja. Auðvitað sjá mannræningjarnir þegar fíflið tekur töskuna með peningunum þeirra. Lloyd og Harry halda hins vegar að grunsamlegu náungarnir sem skyndilega birtast heima hjá þeim séu rukkarar og leggja á flótta. Það er ekki mikið sem bindur þá í borginni þar sem allt gengur þeim á afturfótunum og þess vegna fellst Harry á að keyra vin sinn til Aspen í Colorado að skila skjalatöskunni til konunnar í von um að hún falli í stafi þegar Lloyd birtist með töskuna týndu. Þar sem gáfnaljósin tvö þekkja varla í sundur vinstri og hægri gengur ferðin skrykkjótt og einkennist af ótúlegum og heimskulegum uppátækjum þeirra en fyrir einhvert kraftaverk rata þeir loks á leiðarenda með skjalatöskuna og hitta þar fyrir elskuna - og mannræningjana.